Samþykktir Rugby Íslands (Kt. 660711-1200)
Bylaws – Iceland Rugby (Kt. 660711-1200)
IS: Hinn 25.1.2025 samþykkti aðalfundur Rugby Ísland (Iceland Rugby) einróma samþykktir eins og hér segir. Listi yfir undirskriftir og undirrituð afrit af samþykttum er hægt að fá með einfaldri beiðni í tölvupósti.
EN: The General Meeting held on 25.1.2025 approved unanimously the articles of associations of Iceland Rugby (Rugby Ísland) as follows. The list of signatures and the signed copy of the articles of associations can be provided by simple demand via email.
1. grein
Félagið heitir Rugby Ísland (á ensku: Iceland Rugby). Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.
Article 1
The association is called Rugby Ísland (English: Iceland Rugby). The association follows law nr. 110/2021 on associations for the public benefit.
2. grein
Tilgangur félagsins er að vinna að útbreiðslu rugby á Íslandi með því að standa fyrir kynningum á rugby og stuðla að iðkun rugby á landsvísu. Rugby Ísland mun ennfremur styðja við viðurkennd rugby félög með styrkjum og/eða fræðslu.
Helstu tekjur félagsins eru:
- Framlög frá aðildarfélögum.
- Framlög og styrkir frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Helsti kostnaður félagsins er skipulag fræðslu fyrir staðbundin félög.
Article 2
The purpose of the association is to work on spreading the sport of rugby in Iceland with presentations of rugby, and support the practice of rugby nationwide. Iceland Rugby will also support rugby clubs with grants and/or education.
The main sources of funding for the association:
- Contributions from member-clubs.
- Donations and sponsors from individuals and corporations.
The main expense of the association is the organization of education programmes for the local clubs.
3. grein
Félagið hefur tvö meginmarkmið: að breiða út íþróttina rugby á Íslandi og stjórna landsliðum í hvers konar rugby á Íslandi.
Félagið stefnir að því að auka vitund um rugby með eftirfarandi hætti:
- Bjóða upp á kynningar á íþróttinni í skólum, háskólum og fyrirtækjum
- Skipuleggja viðburði til að horfa á og ræða alþjóðlega leiki
Félagið stefnir að því að stjórna landsliðum í rugby með eftirfarandi hætti:
- Skipuleggja æfingar fyrir liðin
- Skipuleggja, ákveða og semja um alþjóðlega leiki við erlend landslið
Article 3
The association has two main goals: spread the sport of rugby in Iceland, and manage the national teams of any kind of rugby in Iceland.
The association aims to spread awareness of rugby with the following:
- Offer presentations of the sports in schools, universities, and corporations
- Organize social events to watch and comment international games
The association aims to manage the national teams of rugby with the following:
- Organize training sessions for the teams
- Plan, set, and negotiate international games with foreign national teams
4. grein
Félagar eru allir þeir sem eru félagar viðurkenndra aðildarfélaga í rugby á Íslandi.
Til þess að verða aðildarfélag verður félag að tilgreina í samþykktum sínum að það sé félag til almannaheilla og sækja síðan um aðild að Rugby Ísland.
Rugby Ísland skal samþykkja allar aðildarumsóknir sem uppfylla kröfurnar; félagar í viðkomandi félagi verða þar með félagar í Rugby Ísland.semja um alþjóðlega leiki við erlend landslið
Article 4
Members of Iceland Rugby are all the members of recognized member-clubs of rugby in Iceland.
In order to become a member-club, a club must state in its bylaws that they are a rugby club with a non-profit status, then apply for membership to Iceland Rugby.
Iceland Rugby must accept any membership application that fulfills the requirements; the members of the club become members of Iceland Rugby
5. grein
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn skilgreindar í 4. grein mega vera þátttakendur í aðalfund.
Article 5
The operational period is the calendar year. At the annual general meeting, the board presents the objectives for the upcoming year. Only members as defined in article 4 can sit at a general meeting.
6. grein
Aðalfundur er haldinn á fyrstu 8 vikum ársins og skal boða til hans með að minnsta kosti tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Til almennra félagsfunda eða aukaaðalfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1 – Kosning fundarstjóra og fundarritara
2 – Skýrsla stjórnar lögð fram
3 – Reikningar lagðir fram til samþykktar
4 – Lagabreytingar
5 – Kosning stjórnar og varamanna
6 – Kosning skoðunarmanns og varamanns hans
7 – Önnur mál
Article 6
The annual general meeting is held in the first 8 weeks of the year. Invitations to the AGM must be sent in a verifiable way with at least two weeks of notice. An exceptional general meeting is convened the same way as an AGM. The AGM is legal if members were invited properly. The simple majority of members present at the AGM determines the outcome of the issues presented at the AGM. The agenda of an AGM comprises:
1- Election of the meeting leader and the meeting secretary
2- Presentation of the annual report of the board
3- Presentation of the financial accounts for approval by the members
4- Change in the bylaws
5- Election of the board and deputy
6- Election of the account auditor and deputy
7- Other matters
7. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 3 mönnum, formanni og 2 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig skal kjósa 1 varamann.
Stjórnin skiptir með sér verkum.
Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.
Formaður boðar til funda.
Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
Félagsmaður má ekki vera kjörinn formaður lengur en tvö ár í röð.
Ákvarðanir eru samþykktar af einföldum meirihluta stjórnarmanna. Enginn stjórnarmaður getur haft meira en eitt atkvæði, óháð fjölda stöðu sem hann gegnir innan félagsins.
Eftir kosningu útnefnir stjórnin innan sinna raða framkvæmdastjóra og gjaldkera.
Article 7
The board is composed of 3 persons: the chairman and 2 board members. They are elected at the annual general meeting for a period of one year. 1 deputy is also elected.
The board divides tasks and responsibilities between its members.
The board oversees all matters for the association between annual general meetings.
The Chairman summons board and board meetings.
The decisions are the responsibility of the majority of the board.
A member cannot be elected chairman for more than 2 consecutive years.
Decisions are approved by the simple majority of board members. No board member can have more than 1 vote, regardless of the number of positions they hold within the association.
Once elected, the board names within its members a general secretary and a treasurer.
8. grein
Á aðalfundi skal kjósa einn skoðunarmann reikninga ásamt varamann hans. Skoðunarmaður yfirfer og samþykkir ársreikninga félagsins fyrir liðið ár og leggur niðurstöðu sína fyrir aðalfund. Skoðunarmaður reikninga og varamaður hans þurfa ekki að vera félagsmenn.
Article 8
At the general meeting, the members elect an account auditor and their deputy. The auditor inspects and approves the financial accounts of the association for the previous year, and presents their conclusion before the general meeting. The auditor and deputy do not have to be members.
9. grein
Reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikninga og lagt fyrir endurskoðanda eigi síðar en tveim vikum fyrir aðalfund.
Article 9
The financial period is the calendar year. The board must have finished the annual financial report, and must have sent it to the account auditor no later than two weeks before the general meeting.
10. grein
Félagsgjöld aðildarfélaga eru fyrir hvert almanaksár.
Félagsgjöld eru til umfjöllunar á aðalfundi félagsins.
Félagsmenn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldum eða öðrum skuldbindingum félagsins nema með félagsgjaldi sínu.
Article 10
Membership fees for member-clubs are for each calendar year.
The price of membership fees are covered at the general meeting.
Members are not personally liable for the debts or other obligations of the association except to the extent of their membership fees.
11. grein
Tillaga um að leggja félagið niður verður að liggja fyrir á lögmætum aðalfundi eða aukaaðalfundi og skal tillagan send félagsmönnum með fundarboðinu.
Til þess að slík tillaga nái fram að ganga þarf helmingur atkvæðisbærra félagsmanna að sitja fundinn og einfaldur meirihluti þeirra að samþykkja tillöguna.
Komi ekki svo margir til fundarins, skal boða til nýs fundar með tveggja vikna fyrirvara og skal hann haldinn innan fjögurra vikna og er sá fundur ályktunarhæfur án tillits til fjölda fundarmanna.
Við slit renna allar eignir félagsins til Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ).
Article 11
A proposal to dissolve the association must be submitted at an annual or exceptional general meeting, and the proposal must be mentioned with the invitation to the meeting.
In order for such a proposal to be successful, half of the members with voting rights must attend the meeting and a simple majority of them must approve the proposal.
If not enough members attend the meeting, a new meeting must be called with two weeks’ notice and must be held within four weeks, and that meeting is legal regardless of the number of attendees.
Upon dissolution, all assets of the association will go to the National Olympic and Sports Association of Iceland.
12. grein
Ef ekki er tilgreint í ákvæðum þessum hvernig með skuli fara gilda ákvæði lög nr. 110/2021 um félög til almannaheilla, sem og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi þann 25.1.2025 og taka gildi strax.
Article 12
Should the provisions of these bylaws of association not specify how to proceed, the provisions of law No. 110/2021 on associations for the public benefit, as well as other applicable legal provisions, shall apply.
These bylaws were approved at a general meeting on 25/01/2025 and have immediate effect.